Dagur hundadagakonungur

Ég upplifði eitthvað nýtt í morgun, algjörlega nýtt. Ég þekki FM957 aðallega sem auglýsingastöð unga fólksins og hef ekki upplifað annað en auglýsingar og létta tónlist með gríni inn á milli. En nú í morgun heyrði ég í Degi B. Eggertssyni á FM957 þar sem hann var að úthúða nýja meirihlutanum í borginni og með dómsdagsspám yfir samstarfinu. Fékk hann að mása þarna í margar mínútur og urðu þess valdandi að ég missti af fréttunum á Rás1. Mætti halda að nú eigi að sá fræjum tortryggni hjá unga fólkinu gegn nýja meirihlutanum. 

Fyrir mér er þetta nýja samstarf merki um að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að hlusta á sína kjósendur en flesta kjósendur sjálfstæðisflokksins er að finna í austurhluta Reykjavíkur og ekki síst í Grafarvogi. Minni ég á skoðunarkönnun, rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningarnar, sem sýndi að sjálfstæðismenn höfðu hvergi meiri stuðning en í Grafarvogi og að meirihluti Grafarvogsbúa myndi kjósa þá (með von um að þeirra hagsmunir yrðu hafðir að leiðarljósi). Sú staðreynd var ekki síst fyrir að þakka að góðu starfi í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi, sem höfðu þá gefið út stefnuskrá fyrir hverfið og dreift í hvert hús.

Ásta Þorleifsdóttir, nú væntanlegur samstarfsaðili í hinum nýja meirihluta, sagði þá að þau stefnumál sem sjálfstæðismenn í Grafarvogi hefðu á stefnuskrá sinni gæti hún skrifað undir og sýnir það hversu skoðanir þessa tveggja hópa eru líkir. Ég kvíði því alls ekki samstarfinu við Ólaf og hans fólki.

Þó Dagur hafi ekki verið við völd þegar hundadagarnir stóðu yfir, þá er tímalengdin mjög svipuð þeirri sem Jörundur sat og því er samlíkingin freistandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband