Gámastöð í Grafarvogi, strax !!!

Eins og allir vita, þá er Sorpa staðsett í Grafarvogi en þessi næstum 20.000 manna byggð hefur enga gámastöð í hverfinu og þurfa íbúar að fara með allt sitt rusl út fyrir hverfið en síðan er keyrt aftur inn í hverfið með ruslið í Sorpu.

Er þetta gáfulegt ???

Ég fór um daginn í næstu gámastöð Sorpu og mældi vegalengdina fram og til baka. Fyrir mig voru þetta rúmlega 7 km. Ef miðað er við að hver ekinn km kosti 30 krónur í eldsneyti þá hefur ferðin kostað mig rúmlega 200 krónur. Ég bý nálægt miðju Grafarvogshverfis, þó heldur nær gámastöðinni. 

Gerum síðan ráð fyrir að hver íbúi fari einu sinni á 3ja mánaða fresti í gámastöðina, það gera 4*20.000 = 80.000 ferðir árlega sem gera í eldsneyti; 16 milljónir króna !!!!

Annað eins kostar síðan að flytja sorpið til baka í Sorpu.

Er þetta gáfulegt ??? 

Hvernig væri að opna gámastöð fyrir Grafarvogsbúa í Grafarvogi  ?????????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband