Davíð útskýrði kennitöluskiptin fyrir íslendingum mjög vel

Stjórnmálamenn þora oft ekki að segja neitt af ótta við að það misskiljist. Í staðinn skilur fólk ekki hvað þeir eiga við og vilja segja.

Viðtalið við Davíð var mjög gott fyrir íslendinga, þeir skildu hvað hann var að segja og það róaði íslendinga svo þeir hafa ekki hlaupið út í banka í panik til að taka út peninginn sinn.

Erlendir fréttamenn hafa síðan snúið út úr og bætt við ályktunum, sem ekki var beint hægt að lesa út úr viðtalinu. Viðtalið var fyrst og fremst beint til íslendinga. Þó erlendir fréttamenn hafi misskilið, þá ættu háttsettir ráðamenn eins og forsætisráðherra Bretlands, ekki að taka mark á slíku. Þeir hefðu átt að spyrja beint hvað við ættum við og fá þannig skilning ályktanir fréttamanna staðfestar eða hraktar, áður en þeir fullyrtu um fyrirætlanir íslendinga.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvernig getur viðtalið hafa verið gott ef hann segir að við séum því sem næst skuldlaus og að framtíðin sé björt með blóm í haga, þegar það er einfaldega rugl? Við þurfum að borga nokkur þúsund milljarða. Skuldlaus? Hann hlýtur að vera endurskoðandi, fyrst hann getur fiffað tölurnar svona.

Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Mér finnst ekkert einkennilegt að Bretarnir skilji umæli Dabba eins og reynslan sýnir. Það er raunar óskíranlegt af hverju hann hagaði orðum sínum eins og hann gerði, það var ávísun á viðbrögðin sem komu frá Bretunum. Þeir félagarnir Brúnn og Krútti eru í pólitískri kreppu sjálfir og leyfa sér hvaða skíringar sem er, þetta átti Dabbi að vita, nema hvað hann er ekki nógu skír í kollinum þessa dagana.

Ragnar L Benediktsson, 13.10.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband