Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Davíð útskýrði kennitöluskiptin fyrir íslendingum mjög vel

Stjórnmálamenn þora oft ekki að segja neitt af ótta við að það misskiljist. Í staðinn skilur fólk ekki hvað þeir eiga við og vilja segja.

Viðtalið við Davíð var mjög gott fyrir íslendinga, þeir skildu hvað hann var að segja og það róaði íslendinga svo þeir hafa ekki hlaupið út í banka í panik til að taka út peninginn sinn.

Erlendir fréttamenn hafa síðan snúið út úr og bætt við ályktunum, sem ekki var beint hægt að lesa út úr viðtalinu. Viðtalið var fyrst og fremst beint til íslendinga. Þó erlendir fréttamenn hafi misskilið, þá ættu háttsettir ráðamenn eins og forsætisráðherra Bretlands, ekki að taka mark á slíku. Þeir hefðu átt að spyrja beint hvað við ættum við og fá þannig skilning ályktanir fréttamanna staðfestar eða hraktar, áður en þeir fullyrtu um fyrirætlanir íslendinga.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband