Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Á ađ hvetja til óráđsíu ??

 

Tökum dćmi;

2 menn, A og B kaupa sér sams konar hús í smíđum. Sama verđ 40 milljónir.

A tekur 20 milljónir í lán. Hann sýnir ađgćslu og reynir ađ gera hlutina á ódýran hátt og flytur inn í óklárađ hús og keyrir um á 10 ára gömlum bíl.

B tekur 35 milljónir í lán. Hann er međ fullt af peningum, flytur inn ţegar iđnarmenn hafa gengiđ frá húsinu ađ fullu. Hann kaupir sér nýjan breyttan jeppa, fer í golfferđir og kaupir sér nýtt hjólhýsi og fjórhjól,...

Síđan skellur á kreppan, lánin tvöfaldast. A er nú međ 40 milljónir í lán og B međ 70 milljónir. Félagsmálaráđherra vill nú fella niđur ţau lán sem eru umfram húsnćđi; A fćr enga niđurfellingu en B fćr 30 milljónir niđurfelldar.

Nú eru báđir međ 40 milljónir í lán.

A býr áfram í ókláruđu húsi og keyrir um á 10 ára druslunni sinni.

B býr í fullkláruđu húsi og á auk ţess alls konar aukahluti (breyttan jeppa, hjólhýsi, ...).

Í viđbót er ákveđiđ ađ hćkka skattana til ađ hćgt verđi ađ standa undir niđurfellingu skuldanna. Ţví er A allt í einu farinn ađ greiđa niđur skuldir B.

Hver vilt ţú vera ? A eđa B

Eiga allir ađ hegđa sér eins og B ??

Er ţađ ţetta sem félagsmálaráđherra vill ađ menn geri ???????????

 


mbl.is Greiđsluviljinn ađ hverfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband