Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Samkvæmir sjálfum sér

Þegar Alþingi er ógnað er rétt að verja það og láta þá sem ráðast þar á átta sig á að svona eigi ekki að gera. Virðingu Alþingis þarf að verja.

Því er nauðsynlegt að þeir sem eru innan dyra sæti sömu meðferð og þeir sem sekir eru um hrun Íslands verði refsað og refsingin verði í samræmi við þann skaða sem þeir hafa gert.

Um páskana 2009, var upplýst um háar greiðslur í flokkssjóði Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Einnig var upplýst um háar greiðslur til einstakra þingmanna sem voru í prófkjörum. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum og er bráðnauðsynlegt að rannsóknarskýrsla Alþingis upplýsi um annað misjafnt sem gert hefur verið, t.d. boð þessara manna í utanlandsferðir, veislur, golfferðir og veiði.

Þar sem það er staðreynd að Alþingi gerði nánast ekki neitt til að afstýra hruninu frá því 2006 og frama á haustmánuði 2008 veltir maður fyrir sér; AF HVERJU ??

Niðurstaðan gæti hljóðað: Alþingismenn voru svo önnum kafnir við að taka á móti fríðindum og greiðslum að þeir gátu ekki séð neitt og horfðu í hina áttina. --> Því má líkja Alþingismönnum Íslendinga við lögreglumenn í bandarískum bíómyndum sem fá greiðslur fyrir að sjá ekki neitt og horfa í hina áttina.


mbl.is Mál mótmælenda þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum vera þakklát fyrir Lipietz

Hvernig má það vera að snúið sé út úr orðum hans ?

Hann er að hjálpa okkur og útskýra fyrir okkur túlkun mikilvægra tilskipana. Við eigum að þakka honum. Auðvitað eigum við að sannreyna hvort allt er satt og rétt sem hann segir, en við eigum alls ekki að vera óvandir af virðingu okkar, hlusta ekki og snúa út úr orðum manna sem vilja hjálpa okkur.

Er nokkuð við öðru að búast frá Birni Vali Gíslasyni ??? Hann sem skildi frænku sína og hennar 5-manna fjölskyldu eftir úti á götu og lét hirða húsnæði þeirra út á eigin mistök í fyrirtækjarekstri. Svo virðist sem hann hafi verið samviskulaus ef marka má þær fréttir sem komið hafa fram.

Annað merkilegt var að hann Björn Valur Gíslason gat fengið há lán án veða á sama tíma og samherjar hans í pólitík (Steingrímur J. Sigfússon) sátu í stjórn landsins með Steingrími Hermannssyni.

Ekki hafði ég aðgang að slíku láni !!

 Og svo rúsínan í pylsuendanum; hann er varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og á að gæta hagsmuna okkar íslendinga. Hvar er siðferði Alþingis núna ????

Frá Ólínu Þorvarðardóttur er ekki óvanalegt að heyra rugl og ætti enginn að taka mikið mark á henni.


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er átak ríkisstjórnarinnar í áróðursmálum ?

Þessi grein er fín.

 Maður veltur fyrir sér, hvers vegna ekki séu útbúnir hópar, sem gera ekkert annað en notfæra sér blogg og hinar ýmsu leiðir til að koma sjónarmiðum og aðstæðum Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum; í Hollandi, í Bretlandi, í Frakklandi, í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu, í Póllandi, ... ...

Blogga bæði í landsmálablöðum, svæðisbundnum blöðum og borgarblöðum.


mbl.is Hollenskir bloggarar undrast hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband