Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Ekkert sjálfsagt við það að láta peningana vinna fyrir sig

Vísitölutrygging er óréttlát því það er ekkert gefið mál að fjármagnseigendur eigi að geta ávaxtað fé sitt eða látið það halda verðgildi sínu:

 

 

Fréttablaðið 3.7.2013 grein með yfirskriftinni: Vanhæfni kostaði 270 milljarða.:

 

Íbúðalánasjóður

sat uppi með 112 milljarða króna

sem sjóðnum reyndist erfitt að

ávaxta með fullnægjandi hætti.

 

 

Ákveðið var að bjóða eigendum hús- og húsnæðisbréfa að skipta bréfum sínum í íbúðabréf í júnílok 2004 (í stað húsbréfa) til að einfalda kerfi sjóðsins.

Ákveðið var að gera íbúðabréfin óinnkallanleg, þannig að sjóðurinn gæti ekki greitt lánin upp, en það var gert til að gera þau  áhugverð fyrir erlenda fjárfesta.

Ekkert uppgreiðslugjald var sett á lán Íbúðalánasjóðs. Uppgreiðslur viðskiptavina sjóðsins hófust í stórum stíl í ágúst 2004 þegar bankarnir byrjuðu að bjóða upp á betri kjör en Íbúðalánasjóður.

Jón Þorvaldur sagði á blaðamannafundinum í gær að þá hefði verið búið að loka fyrir allar þær lausnir sem í boði voru. „Aðeins

voru í boði tvær leiðir til þess að koma í veg fyrir uppgreiðsluáhættu en þær voru annarsvegar að gera skuldabréf sjóðsins  innkallanleg og hins vegar að banna skuldurum sjóðsins að greiða lánin upp, en hvorugt var gert.“

 

 

 

 

Eitt dæmi um áhrif vísitölutryggingar:

1.      Olía hækkar í verði

2.      Neytandi þarf að greiða beint eða óbeint hærra olíuverð fyrir sjálfan sig

3.      Skuldari (sem einnig er neytandi) þarf einnig að borga hærra olíuverð fyrir fjármagnseigendur í gegnum vísitölutrygginguna

4.      Fjármagnseigendur geta því keypt áfram jafnmikið af olíu

5.      Skuldarar eru því nýja þrælastéttin og þarf að halda uppi lifnaðarhætti fjármagnseigenda í viðbót við að lifa sjálfir

6.      Er þetta réttlátt ????????

7.      Ef engir væru skuldararnir, þá myndu fjármagnseigendur eiga erfitt með að viðhalda verðgildi síns fjárs.

8.      Vísitölutrygging og vextir eru því ekkert sjálfsagt mál. Áhættuna þurfa fjármagnseigendur því að bera sjálfir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband