Hver er skylda alþingismanna, Bjarni ????

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kom fram í Kastljósinu í gærkveldi.

Eins og ég skyldi viðtalið og rök Bjarna, þá voru þau eitthvað á þessa leið:

Ég var bara utanaðkomandi aðili sem fékk umboð hjá föður mínum og föðurbróður til að lengja í láni. Það að Glitnir skuli vera að lána svona nýstofnuðu félagi (með hlutafé upp á 500.000 krónur) 10.000.000.000 krónur (10 þúsund milljónir króna) þarf að spyrja Glitni um hvernig stæði á. Af hverju pappírarnir voru dagsettir aftur í tímann veit ég ekki um.

Síðar í viðtalinu kom í ljós að Bjarni var stjórnarmaður í félagi (félögum) sem tilheyrðu eigendahópi Vafnings ehf. Svo hann var ekki utanaðkomandi aðili, heldur hafði á hendi hluta af ákvörðunarvaldi þessa gjörnings. Hann hlýtur að hafa sett sig inn í málin og vitað hvernig þetta var allt í pottinn búið. Ef hann hefur ekkert vitað, hvað segir það um manninn ? Hann er þá ekki að rækja skyldur sínar.

Skoðum nú aðeins nánar;

Illugi Gunnarsson sagði í Silfri Egils, 5.2.2012 að það væri skylda alþingismanna að glöggva sig á stöðu efnahagsmála og það væri skylda alþingismanna að upplýsa almenning um stöðuna. Hverjar voru þá skyldur Bjarna Benediktssonar alþingismanns, sem hefur setið á þingi frá árinu 2003 ??? Hefði hann ekki átt að spyrja sig að því hvort þessi lánafyrirgreiðsla væri eðlileg ? Hefði hann ekki átt að spyrja sig að því hvort bankamenn gerðu þetta í stórum stíl ??? Hefði hann ekki átt að bregðast öðru vísi við en hann gerði ???

Frá viðtalinu í Kastljósi er ekki hægt að sjá að hann hafi leitt hugann að skyldum sínum sem alþingismanns. Þetta er maður sem þá var búinn að sitja um 5 ár á Alþingi Íslendinga. Hvað var hann að gera allan þann tíma ???? Var hann ekki að sinna hagsmunum íslensku þjóðarinnar ???

Eða var hann upptekinn við mútugreiðslur, vinafyrirgreiðslur og eigin hagsmuni á kostnað íslensku þjóðarinnar ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband