Til hamingju Ólafur !!!!

Ljóst var að ekki fór mikið fyrir stefnumálum Ólafs F. Magnússonar í fyrrverandi meirihluta. Komst hann að því að innan raða fyrrverandi meirihluta voru margir á öndverðu meiði við hans skoðanir.

Það tók hann ekki langan tíma að komast að þessu og trúr sinni sannfæringu var hann tilbúinn til breytinga ef það mætti verða til þess að framganga hans stefnumála yrði meiri við aðra skipan borgarmála. Ég tek ofan hattinn og vona að hann nýti krafta Ástu Þorleifsdóttur sem mest, en hún er víðsýn og vel lesin.

Vonum nú að sjálfstæðismenn hafi nú lært sína lexíu; blautir á bakvið eyrun komust þeir til valda eftir mjög langa setu í stjórnarandstöðu og stigu völdin þeim þá aðeins til höfuðs og gleymdu þeir þeim sem kusu þá og hættu að hlusta. Vonum nú að þeir hafi nú áttað sig á að valdið er vandmeðfarið og hlusti á þá sem þeir eru fulltrúar fyrir (og þá er ég ekki að tala um þá fáu í póstnúmeri 101 sem kustu þá).

Nú reynslunni ríkari hefur mat sjálfstæðismanna á ýmsum stefnumálum Ólafs F. batnað og helsti ásteytingarsteinninn, flugvöllurinn má vera áfram í Vatnsmýrinni (því tekjur borgarinnar af flugvellinum vilja menn líklega ekki missa). Því er nú þannig varið að flugvöllur á Hólmsheiði er ekki góð lausn og skapar hættu í raforkukerfi landsmanna, veður þar eru válynd og aðflug verður yfir þéttri íbúðabyggð (hefur fórnarkostnaðurinn verið reiknaður út ?).

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband