Er Reykjavík byggð á þröngu nesi með sjó á 3 vegu ?

Einn stjórnarmaður í samtökunum "Betri byggð" hélt því fram í Morgunblaðinu, nú fyrir hálfum mánuði, að Reykjavík væri byggð á þröngu nesi með sjó á 3 vegu. Skoðum aðeins þá fullyrðingu. Ég er með tölur frá 1. desember 2006 en þá bjuggu í Reykjavík 116.446 (1. des 2007 voru það  117.721, fjölgað um 1000).

Hvar byrjar nesið á 3 vegu ?

Skoðum endann á Kópavoginum og drögum línu eftir Kringlumýrarbrautinni; einungis 30% reykvíkinga (um 35.000 manns) búa á nesinu með sjó á 3 vegu. Hin 70% (80.000 manns) búa austan við.

Skoðum nú endann á Kópavoginum og drögum línu yfir í Elliðavoginn; þá bætast við um 23% (27.000 manns) og verða um 53% íbúa. Hin 47% reykvíkinga búa austan við Reykjanesbrautina.

Við þurfum ekki að skoða lengi landakort af Reykjavík til að sjá að borgarmörk Reykjavíkur teygja sig upp að Esju og langleiðina inn í Hvalfjörð og landfræðileg miðja Reykjavíkur liggur austan Reykjanesbrautarinnar.

Hver er þá niðurstaðan ??

Fullyrða má að Reykjavík hafi verið byggð á þröngu nesi með sjó á 3 vegu um aldamótin 1900 en Reykjavík í dag er allt önnur borg. Nánast helmingur borgarbúa býr austan við Reykjanesbrautina og stærsti hluti landsvæðis Reykjavíkur er einnig austan við Reykjanesbrautina.

Þetta er hættan við þá sem búa í póstnúmeri 101; þeirra Reykjavík er 1900 aldar og halda að allt eigi sér upptök og enda í póstnúmeri 101. Við í úthverfunum verðum mjög oft var við þessa þröngsýni þeirra og líðum fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þessi stjórnarmaður hafi ekki verið að tala um Reykjavík framtíðarinnar og átt við Reykjanesið?

sigkja (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 02:29

2 identicon

Gott. Vignir

HH

helga (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband