Loksins meirihluti í borgarstjórn

Nú í fyrsta sinn frá því í kosningum, er borgarstjórnin skipuð fólki sem hefur meirihluta borgarbúa á bak við sig.

Eftir borgarstjórnarkosningarnar 2006 var myndaður meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Sá meirihluti hafði eingöngu 49% atkvæða á bak við sig. Mjög óeðlilegt var hversu framsóknarmenn höfðu mikil ítök í þeirri borgarstjórn, með ekki meira en 6% fylgi.

Nú á haustmánuðum 2007 hljóp framsóknarmaðurinn í faðm vinstri aflanna og miðað við stefnumörkun þess meirihluta, áttu málefni F-listans lítið upp á pallborðið. Sá meirihluti stóð því saman af B+S+V auk málefnaflóttamanna. Þessi meirihluti hafði því enn minna fylgi en sá fyrri eða 47% atkvæða í síðustu kosningum.

Þegar Ólafur F. kom aftur til starfa þótti honum sú stefna sem þessi meirihluti framfylgdi svik við þá kjósendur og stefnumál sem lögð voru til grundvallar í borgarstjórnarkosningunum. Hann samdi því við sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta og málefnasamning, sem endurspeglar mun betur þau loforð sem gefin voru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. 

Núverandi meirihluti fékk 53% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og því fyrsti meirihlutinn með meirihluta atkvæða íbúa Reykjavíkur.


mbl.is Fagna vasklegri framgöngu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband