Algjör vitleysa - þvílíkt rugl

Hvernig var þetta með þrískiptingu valdsins ??? Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Löggjafarvaldið á Íslandi hefur verið allt frá upphafi mjög veikt, lagafrumvörp eru samin hjá framkvæmdavaldinu og keyrð í gegnum þingið, íslenska þingið er eingöngu afgreiðslustofnun.

Flest lög á Íslandi og jafnvel stjórnarskráin eru einfaldar þýðingar úr norðurlandamálum og hin síðari ár frá Evrópusambandinu. Hvert hefur það leitt okkur ??

Þjóðargjaldþrot !!

Væri ekki réttara að efla Alþingi íslendinga og gera það óháðara framkvæmdavaldinu ??

Stundum er sagt að á Alþingi íslendinga eigi að finna þverskurð af íslensku þjóðfélagi og raddir allra eiga að heyrast. Eru þeir vel til þess fallnir að semja lög, þeir sem þar sitja ??

Nauðsynlegt er að veita alþingismönnum hjálp við lagasmíðar og eftirlitsskyldu, t.d.

1. Endurvekja Þjóðhagsstofnun og láta hana lúta Alþingi beint. Hún ætti að vera í stakk búin til að taka saman efnahagsstærðir og eiga ráðuneyti og aðrar stofnanir að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar.

2. Til að auka veg og virðingu Alþingis íslendinga og háskólanna, ættu háskólar (lagadeildir,...) að hjálpa Alþingi að setja lögin, þeir ættu að geta samið lagatextann og náin tengsl ætti að vera þar á milli.


mbl.is Fastanefndir verði 7 í stað 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála þér og var að hugsa um að blogga um þetta, en þú sagðir allt, sem ég vildi sagt hafa um málið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.12.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband