Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ekki að undra að stjórnarandstaðan nái ekki saman um stjórnarmann

Eins og öllum var kunnugt, þá kom fráfarandi borgarstjórn sér ekki saman um málefnasamning vegna ólíkra skoðana í nánast öllum málum, svo er einnig með afstöðuna til REI. Hvort eiga stefnumál Framsóknar eða Vinstri grænna að ráða ? Hvað er þá til ráða ? Fá einhvern utanaðkomandi, en hver ætti það að vera ? Stjórnarseta í REI er pólitísk, en ekki endilega flokkspólitísk en pólitísk er hún örugglega.

 Vil ég nota tækifærið og óska Kjartani og Ástu til hamingju með útnefninguna og er ég viss um að bæði muni standa sig vel á þessum vettvangi.


mbl.is Leitað að fagstjórnanda í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vit í þessu ??????????????

140 milljónir á einu ári. Hvað er þetta mikið ?

Sá sem er með 250.000 mánaðarlaun er með 3 milljónir í árslaun og því eru 140 milljónir 47 ár .

Það sem Hannes Smárason fær að launum fyrir Íslandsmet í tapi eins fyrirtækis á Íslandi jafngilda lífslaunum venjulegs verkamanns og hálfum lífslaunum háskólamenntaðs starfsmanns.

 


mbl.is Laun forstjóra FL Group samtals 172 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju rannsókn núna ?

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík virðast leggja í vana sinn, að auglýsa erfiðar breytingar á skipulagi á þeim tímum þegar minnstar eru líkur á að almenningur taki eftir því, þ.e. um sumarleyfistímann.

Svo var um breytingu á skipulagi útivistarsvæðisins á Gufuneshaugum. Almenningur gat komið með athugasemdir á tímabilinu 20. júní - 1. ágúst 2007. Eingöngu kom fram ein athugasemd, þe. frá undirrituðum. Upprunalega skipulagstillagan var einnig auglýst um sumartíma og líklega komu fáar athugasemdir fram þá (þetta fór alveg framhjá mér eins og öðrum).

Í minni athugasemd bendi ég á að eitur- og spilliefni og útivistarsvæði fyrir börn fari ekki saman. Skipulagsyfirvöld virðast taka athugasemdina alvarlega og fagna ég því og fékk ég formlegt svar nú í vikunni.

Mikilvægast er þó hvernig landnýtingin verður og hversu heilsusamlegt það sé fyrir íbúa Grafarvogs og spyrjum því að leikslokum.

Lagði ég til við skipulagsyfirvöld að útivistarsvæðið yrði fært nær byggðinni og Strandvegurinn færður vestur fyrir Gufunesbæ, þe. slétt yrði úr beygjunni á Strandvegi og vegurinn færður fjær byggðinni og útivistarsvæði sett þar á milli, útivistarsvæði sem næði upp með Hallsvegi (mótmælti ég einnig stækkun athafnasvæðisins á Gylfaflöt á kostnað útivistarsvæðisins) og tengdist íþróttasvæðinu í Dalhúsum. Strandvegurinn yrði því beinn þar sem beygja er á honum núna og kæmi inn á Hallsveginn aðeins neðar. Strandvegurinn yrði því til að skilja á milli spilliefnanna á Gufuneshaugum og útivistarsvæðis Grafarvogsbúa.

Þó skipulagsyfirvöld sæju marga kosti við tillögu mína, þá sáu þeir ýmsa galla sem þeir mátu meira (hvaða mælistika var notuð ?). Ég fer daglega um þetta svæði og virðist mér að töluverður tími sé síðan þeir hjá Skipulaginu voru í Grafarvogi og skoðuðu svæðið fótgangandi. Þá fæst önnur tilfinning fyrir umhverfinu en loftmyndir geta sýnt en þær segja því miður ekki alla söguna og virðast þeir ekki átta sig nógu vel á hæðarlínum og öðrum staðháttum á þessu svæði.

Að lokum hvet ég skipulagsyfirvöld að mæta á svæðið og finna bestu lausnirnar fyrir íbúa Grafarvogs og setji fyrirhugaða tengivegi á þessu svæði, vegna Sundabrautar, alla í umhverfismat.


Hversu vel verða Gufuneshaugar rannsakaðir ??

Í Morgunblaðinu í morgun las ég frétt um að Umhverfissvið Reykjavíkurborgar fyrirhugi frekari mælingar á Gufuneshaugum því skipulag gerir ráð fyrir útivistarsvæði fyrir börn.

Fagna ég því að mælingar fari fram en óttast að þær verði ónógar. Línuhönnun vann við mælingar fyrir 8 árum og þá var eingöngu 3 mismunandi gastegundir mældar; metan (CH4), koldíoxíð (CO2) og súrefni (O2). Þó þessar gastegundir komi fyrir í mestu magni og hætta geti stafað af þeim þá hef ég meiri áhyggjur af öðrum efnum, t.d. verður geislavirkni mæld ?? (geislavirkur sjúkrahúsúrgangur ?) eða snefilgösum sem talið er að séu krabbameinsvaldandi og finnast í sorphaugagasi erlendis (t.d. Vinylklóríð, Bensen, Klóroform og Díklórmetan) eða aðrar eitraðar gastegundir.

Síðast en ekki síst; verða óstaðsettir eiturefnapyttir fundir, merktir og mældir?

 

P.S. Hér að neðan er afrit af fréttinni þar sem ég fann hana ekki á mbl.is. Veit ég ekki hver stefna Morgunblaðsmanna er en mér fannst nauðsynlegt að netverjar gætu lesið fréttina til að skilja innleggið mitt.

Línuhönnun rannsakar Gufuneshauga

Töluverð metangasvirkni árið 2000

ÁRIÐ 2000 fóru fram athuganir á metangasútstreymi á fyrrverandi urðunarstað sorps í Gufunesi. Þetta var þetta gert vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. Boraður var um einn tugur hola og reyndist vera töluverð metangasvirkni í haugunum.

ÁRIÐ 2000 fóru fram athuganir á metangasútstreymi á fyrrverandi urðunarstað sorps í Gufunesi. Þetta var þetta gert vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. Boraður var um einn tugur hola og reyndist vera töluverð metangasvirkni í haugunum. Sams konar útstreymi er virkjað á nýjum urðunarstað í Álfsnesi og notað sem eldsneyti á bíla eins og kunnugt er.

Framundan eru nýjar athuganir í Gufunesi fyrir Mengunarvarnir hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Verkefni Umhverfissviðs Línuhönnunar felst í að meta styrk ýmissa efna í grunnvatni, jarðvegi og hauggasi á um 10 ha. svæði á gamla urðunarstaðnum og áhættu af þeim vegna framtíðarnýtingar svæðisins.

Einnig á að kanna hæð grunnvatns í jarðlögum og landsig. Enn fremur verður gerð grein fyrir aðgerðum til að verja mannvirki sem kunna að verða byggð á staðnum, reynist þörf á slíku miðað við ástand og þróun hauganna.

Loks verður sett fram mat á áhættu tengdri hugsanlegri notkun landsvæðisins, með og án fyrrgreindra varnaraðgerða.


Laugarvegur 4-6

Þátturinn Krossgötur á Rás 1  er einn af mínum uppáhaldsþáttum frá upphafi. Í dag var rætt við Dag B. Eggertsson, Samfylkingu og hann spurður út í hvað varð úr metnaðarfullri áætlun fyrir Laugarveg þar sem suðurhluti  vegarins átti ekki að vera meira en 2 hæðir með nothæfu risi, í því augnamiði að sólin fái að skína á vegfarendur.

Dagur svarar því til að eðlilegt sé að 2 hæðir og ris sem hugsanlega megi nýta séu uppá 12,5 metra !!!!

Í mínum huga eru 2 hæðir með risi; lofthæð 2,5m + gólfplata 0,3m + 2,5m + 0,3 + 2,0m = 7,6m.

Hér munar heilum 5 metrum sem í mínum huga eru 2 hæðir og engin von um að sólin skíni á vegfarandur á Laugarvegi !!!!!!!!!!!!!!!

Sést nú hversu mikið er að marka fögur loforð Dags og Samfylkingarinnar !!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband