Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Samkvæmir sjálfum sér
Þegar Alþingi er ógnað er rétt að verja það og láta þá sem ráðast þar á átta sig á að svona eigi ekki að gera. Virðingu Alþingis þarf að verja.
Því er nauðsynlegt að þeir sem eru innan dyra sæti sömu meðferð og þeir sem sekir eru um hrun Íslands verði refsað og refsingin verði í samræmi við þann skaða sem þeir hafa gert.
Um páskana 2009, var upplýst um háar greiðslur í flokkssjóði Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Einnig var upplýst um háar greiðslur til einstakra þingmanna sem voru í prófkjörum. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum og er bráðnauðsynlegt að rannsóknarskýrsla Alþingis upplýsi um annað misjafnt sem gert hefur verið, t.d. boð þessara manna í utanlandsferðir, veislur, golfferðir og veiði.
Þar sem það er staðreynd að Alþingi gerði nánast ekki neitt til að afstýra hruninu frá því 2006 og frama á haustmánuði 2008 veltir maður fyrir sér; AF HVERJU ??
Niðurstaðan gæti hljóðað: Alþingismenn voru svo önnum kafnir við að taka á móti fríðindum og greiðslum að þeir gátu ekki séð neitt og horfðu í hina áttina. --> Því má líkja Alþingismönnum Íslendinga við lögreglumenn í bandarískum bíómyndum sem fá greiðslur fyrir að sjá ekki neitt og horfa í hina áttina.
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Virðing Alþingis er engin, og þeir seku mun aldrei sóttir verða, aðeins fátækur lýðurinn verður í gapastokki fyrir atburði síðustu ára. Gapastokki skatta og skulda, og þeir fáu sem kjark höfðu til að rísa upp læstir inni og refsað þartil þeir læra að halda kjafti verða ar á meðal.
Þessir krakkar höfðu ekkert ofbeldi í huga þennan dag, það var óheillavænleg þróun í spenntum aðstæðum, það vakti fyrir þeim að fara á pallana og láta stjórnmálamennina vita að þeir hefðu brugðist og raska vinnufrið þeirra sem kepptust við að halda völdum og spilltum vinum sínum í skjóli.
Ég fylgdist með þessum degi á Alþingi og klaufalegum aðgerðum lögreglu í stærsta útkalli sem ég hef séð, aðfarirnar voru vægast sagt vandræaðlega klaufskar.
Einhver Ágúst, 21.1.2010 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.