Einkennileg afstaða dósents við HÍ

Sem fræðimanni ætti hann ekki að tala í hálfkveðnum vísum.

Ef hann vill koma fram og verja krónuna og fjármagnseigendur ætti hann að nefna það sem fræðimaður (missti reyndar af Þingvöllum á K100) en í staðinn er hann að rugla í almenningi.

Krónan er góð fyrir fjármagnseigendur, sérstaklega verðtryggða krónan. Krónan er mjög slæm fyrir skuldara því þeir þurfa að halda uppi óráðsíu í landinu og tryggja um leið fjármagn fjármagnseigenda. Skuldarar eru ekki tilbúnir í þann leik lengur svo fjármagnseigendur ættu ekki að eiga kost á verðtryggingu eða óverðtryggðum vöxtum sem jafnast á við verðtryggingu. Krónan og okurvextir væru þá liðin tíð.


mbl.is „Satt best að segja snargalið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki K100% Gylfaginning?

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1364506/

Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 7.4.2019 kl. 13:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vignir. Þú ert að rugla saman krónunni og verðtryggingu.

Það sem þú skrifar hér að ofan á við um verðtrygginguna en ekki gjaldmiðilinn.

Skilmálar um verðtryggingu eru ritaðir á lánasamninga, en ekki peningaseðla eða ígildi þeirra.

Afnám verðtryggingar hefur ekkert með heiti gjaldmiðilsins að gera eða hvernig hann er myndskreyttur.

Þetta er alveg sitt hvor hluturinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2019 kl. 14:02

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er margt sem bendir til að gáfulegt sé að hafa eins stöðuga mælieiningu á fjármálabókhaldinu og hægt er, til að sýður sé hægt að svindla. Peningur er bókhald. Einkabankar eiga aldrei að reikna verðtryggingu, og sama verðtryggingin, sé á inn og útlánum. Mælieiningin, metre á að vera fast gildi.

Húsbygginga lán til heimila eiga að vera vaxtalaus, og greiðsla til dæmis 10% af launum, og afgangur af launum lífvænlegur.

Húsnæðismálastjórn, Húsbankinn, á aldrei að taka lán hjá einum eða neinum.

Húsbankinn á aðeins að skrifa töluna. PUNKTUR

Aldrei að tala um fyrsta hús, tala um fjölskyldur og þá börnin, allt lífið.

slóð

Það er fjölskyldan, sem á að hafa hreiður, hreiður fjölskyldunnar á ekki að vera spila borð víxlarana. PUNKTUR - Fólkið á ekki að þurfa að læra rafvirkjun, þótt það kaupi húsnæði. Fólkið á ekki að þurfa að læra á klæki fjárfesta, víxlarana.

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2233184/

Egilsstaðir, 08.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 8.4.2019 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband