Sunnudagur, 8. júní 2008
Til hamingju Hanna Birna !!
Nú þegar skoðanakannanir benda til mikils fylgistaps sjálfstæðismanna í Reykjavík, er ekki úr vegi að spyrja af hverju ??
Hanna Birna hefur nú tækifæri til þess að vinna fylgið til baka. Þetta er tækifæri sem hún ætti ekki að láta renna sér úr greipum.
Sem ráðleggingu til hennar, þá ætti hún að spyrja sig, hverjir studdu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum og velta fyrir sér hvað þeir kjósendur vilja.
Hún ætti, t.d. að byrja á því að andæfa sterklega orðum hafnfirðings úr Samfylkingunni, sem nú er formaður fjárlaganefndar Alþingis og vill fresta Sundabraut ennfrekar. Enga hjálp virðist vera að fá hjá núverandi samgönguráðherra (sem einnig er úr Samfylkingunni) sem vill eingöngu jarðgöng í sinni heimabyggð og er alveg sama um vandamál úthverfa Reykjavíkur.
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.