Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Útivistar-Eiturefna-Paradísin Gufunes
Frétt í Morgunblaðinu í morgun, Gróið líf á gamla Sorpinu og neðangreind grein úr mbl.is, kemur alls ekkert á óvart. Niðurstöður eru staðfesting á því sem alltaf hefur verið vitað.
Þó er einkennilegt að lesa að "almennt stafar ekki mikil hætta af þeirri mengun, þ.e. burðarleiðir hennar til fólks eru afar takmarkaðar, ekki síst þar sem ekki verður um varanlega viðveru fólks að ræða á svæðinu heldur munu þeir sem nýta sér það koma og fara."
Skoðum aðeins; útivistarsvæði sem ætlað er börnum og almenningi. Hvaða foreldrar vilja senda börn sín á útivistarsvæði, þar sem varanleg viðvera getur skaðað heilsu þeirra ??
Hverjir velja sér að fara á útivistarsvæði, þar sem mengun geti skaðað heilsu þeirra á meðan þeir er á svæðinu ?? Á ekki útivist og heilbrigði að fara saman ??
Niðurstaða; ENGINN ótilneyddur.
Sem sé; skipulegga útivistarsvæði á gömlu sorphaugunum í Gufunesi sem standa mun autt, en uppfylla einkennilegan prósentureikning borgar- og skipulagsyfirvalda um græn svæði.
Varað við raski í Gufunesi
Fyrirhugað útivistarsvæði á gömlu sorphaugunum í Gufunesi þarfnast einhverrar endurskoðunar, ef marka má niðurstöður áhættumats sem Línuhönnun hf. vann fyrir Reykjavíkurborg. Metin voru hugsanleg áhrif mengunar á heilsu þeirra sem munu nýta sér svæðið og sýna niðurstöður að mengun er til staðar að því marki að mælst er gegn miklu jarðraski og byggingu lokaðra mannvirkja. Verði ýtrustu varfærni gætt við framkvæmdir er þó ekkert því til fyrirstöðu að byggja þar upp útivistarsvæði.
Eftir að hætt var að urða í Gufunesi var fyllt ofan á svæðið, grasi sáð og trjám plantað. Áætlað er að þykkt jarðvegsins ofan á úrganginum sé nú á bilinu 2-5 metrar.
Til að kanna mengunarhættuna á svæðinu og mögulegar afleiðingar af þeirri mengun var mæld samsetning hauggass, snefilgass, sigvatns og jarðvegs á 10 hektara svæði. Niðurstöðurnar sýna að mikil mengun er innan úrgangsfyllingarinnar en jafnframt að almennt stafar ekki mikil hætta af þeirri mengun, þ.e. burðarleiðir hennar til fólks eru afar takmarkaðar, ekki síst þar sem ekki verður um varanlega viðveru fólks að ræða á svæðinu heldur munu þeir sem nýta sér það koma og fara.
Öðru máli gæti hinsvegar gegnt um fólk sem starfar á svæðinu. Þeir sem vinna við uppbyggingu útivistarsvæðisins geta verið í hættu af menguðu sigvatni og jarðvegi ef framkvæmdirnar krefjast mikils jarðrasks. Því er mælt gegn röskun eða tilflutningi jarðvegs nema bráð nauðsyn þyki til. Í gildandi deiliskipulagi frá 2004 er gert ráð fyrir að í Gufunesi verði fjölbreytt útivistarsvæði með fótboltavöllum, skrúðgarði, golfæfingasvæði, leikvöllum o.fl. Þá er gert ráð fyrir möguleikanum á byggingu allt að 250 m² vallarhúss auk stækkunar á bæjarhúsi og fjósi gamla Gufunessbæjarins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.