Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Landráð
Sumir segja að bankastjórar bankanna hafi verið undir hælnum á eigendunum og þurft að framkvæma gjörninga sem þeir hafa ekki endilega verið samþykkir.
Getur verið að í þessu sambandi hafi Lárus Welding fengið sínar 300 milljónir í upphafi starfs sem bankastjóri Glitnis, fyrir æru sína ??? Getur verið að hann hafi vitað fyrirfram að hann þyrfti að gera ýmislegt misjafnt ???
Í ljósi þess að ráðamenn Bretlands beittu hryðjaverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi, þá kom upp í hugann orðið LANDRÁÐ !!!!!
Inni á Alþingi fann ég lögin um landráð (lög nr.19 frá 1940) . Þar segir í 88. grein:
88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti .... stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og
hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með ..... eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Landráð á við um stjórnendur og stærstu eigendur allra föllnu bankana.
Björgólfsfeðgar eiga að borga fyrir Icesafe sukkið á eigin reikning en ekki við skattgreiðendur og börnin okkar. Ef þeir eru ekki borgunarmenn þá eiga þeir að sæta refsingu sem byggir á landráðalögum því ef þetta er ekki landráð þá veit ég ekki hvað flokkast sem slíkt.
valur freyr einarsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:51
Nei gott fólk, þetta er ekki spaugstofan. Þetta er alvaran. 1959 þurfti ég að sækja um gjaldeyrisleyfi fyrir 4 pörum af skóm af því að stærðin sem ég notaði fannst ekki í skóbúðum. Það tók 9 mán. Þetta er það sem við eigum von á, á næstu tímum. Verði ykkur að góðu sem kusuð þessi "fífl" yfir ykkur
J.Þ.A (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.