Á að hvetja til óráðsíu ??

 

Tökum dæmi;

2 menn, A og B kaupa sér sams konar hús í smíðum. Sama verð 40 milljónir.

A tekur 20 milljónir í lán. Hann sýnir aðgæslu og reynir að gera hlutina á ódýran hátt og flytur inn í óklárað hús og keyrir um á 10 ára gömlum bíl.

B tekur 35 milljónir í lán. Hann er með fullt af peningum, flytur inn þegar iðnarmenn hafa gengið frá húsinu að fullu. Hann kaupir sér nýjan breyttan jeppa, fer í golfferðir og kaupir sér nýtt hjólhýsi og fjórhjól,...

Síðan skellur á kreppan, lánin tvöfaldast. A er nú með 40 milljónir í lán og B með 70 milljónir. Félagsmálaráðherra vill nú fella niður þau lán sem eru umfram húsnæði; A fær enga niðurfellingu en B fær 30 milljónir niðurfelldar.

Nú eru báðir með 40 milljónir í lán.

A býr áfram í ókláruðu húsi og keyrir um á 10 ára druslunni sinni.

B býr í fullkláruðu húsi og á auk þess alls konar aukahluti (breyttan jeppa, hjólhýsi, ...).

Í viðbót er ákveðið að hækka skattana til að hægt verði að standa undir niðurfellingu skuldanna. Því er A allt í einu farinn að greiða niður skuldir B.

Hver vilt þú vera ? A eða B

Eiga allir að hegða sér eins og B ??

Er það þetta sem félagsmálaráðherra vill að menn geri ???????????

 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mjög umhugsunvert. Hófsemin verður seint metin en þeir hófsömu munu þurfa að borga brúsann þegar upp er staðið.

Finnur Bárðarson, 27.8.2009 kl. 17:55

2 identicon

Akkúrat punkturinn sem ég meina !!

Þorgeir R Valsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband