Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Landráð

Sumir segja að bankastjórar bankanna hafi verið undir hælnum á eigendunum og þurft að framkvæma gjörninga sem þeir hafa ekki endilega verið samþykkir.

Getur verið að í þessu sambandi hafi Lárus Welding fengið sínar 300 milljónir í upphafi starfs sem bankastjóri Glitnis, fyrir æru sína ??? Getur verið að hann hafi vitað fyrirfram að hann þyrfti að gera ýmislegt misjafnt ???

Í ljósi þess að ráðamenn Bretlands beittu hryðjaverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi, þá kom upp í hugann orðið LANDRÁÐ !!!!!

Inni á Alþingi fann ég lögin um landráð (lög nr.19 frá 1940) . Þar segir í 88. grein:

88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti .... stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og

 

hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með .....  eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu,  skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

 

 


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeittur brotavilji

Hvernig er þetta hægt ? 

Er fjármálaeftirlitið að ganga erinda brotamanna ?

Einbeittur brotavilji löggiltra endurskoðenda og einbeittur brotavilji stjórnenda bankanna ???

Hvernig geta löggiltir endurskoðendur skrifað upp á ársreikninga fyrirtækis, þar sem stærstur hluti eigna fyrirtækis er óefnisleg eign sem ekkert er á bakvið ??

Hvernig geta bankastjórar lánað til fyrirtækja sem eru með efnahagsreikning þar sem meginuppistaðan er óefnisleg eign þar sem ekkert er á bakvið ???

Lýsir það ekki einbeittum brotavilja bankastjóra, að lána slíkum fyrirtækjum pening í stórum fúlgum ?

Bankastjórarnir hljóta að vita að slík háttsemi hefur neikvæðar og hættulegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið í heild en gera þetta samt !!!!!!!!!!!!!! Er þetta ekki einbeittur brotavilji ??? !!!!!!!!!


mbl.is FME hefur umfjöllun Morgunblaðsins til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum það sem sannara reynist

Ljóst er að fjölmiðlar eru ekki nógu gagnrýnir á þær upplýsingar sem þær vinna með. Annað hvort er það með vilja gert eða sýnir getuleysi þeirra.

Nauðsynlegt að fólk móti sér skoðun eftir óvilhöllum upplýsingum en ekki áróðri ýmissa fjölmiðla.

Minnumst þess áróðurs sem finna mátti í blöðunum, þegar Baugsmálið stóð sem hæst,...

Einnig er rétt að greina hlutverk hvers og eins en einnig þau meðöl sem hver og einn hefur til aðgerða.


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband