Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Gámastöð í Grafarvogi, strax !!!

Eins og allir vita, þá er Sorpa staðsett í Grafarvogi en þessi næstum 20.000 manna byggð hefur enga gámastöð í hverfinu og þurfa íbúar að fara með allt sitt rusl út fyrir hverfið en síðan er keyrt aftur inn í hverfið með ruslið í Sorpu.

Er þetta gáfulegt ???

Ég fór um daginn í næstu gámastöð Sorpu og mældi vegalengdina fram og til baka. Fyrir mig voru þetta rúmlega 7 km. Ef miðað er við að hver ekinn km kosti 30 krónur í eldsneyti þá hefur ferðin kostað mig rúmlega 200 krónur. Ég bý nálægt miðju Grafarvogshverfis, þó heldur nær gámastöðinni. 

Gerum síðan ráð fyrir að hver íbúi fari einu sinni á 3ja mánaða fresti í gámastöðina, það gera 4*20.000 = 80.000 ferðir árlega sem gera í eldsneyti; 16 milljónir króna !!!!

Annað eins kostar síðan að flytja sorpið til baka í Sorpu.

Er þetta gáfulegt ??? 

Hvernig væri að opna gámastöð fyrir Grafarvogsbúa í Grafarvogi  ?????????????


Hvenær verður þá byggt við Rimaskóla ?

Við Rimaskóla eru á yfir 10 færanlegar kennslustofur og virðast þær ekki í betra ástandi en stofurnar við Korpuskóla.

Rimaskóli hefur alla tíð hýst mun fleiri nemendur en skólinn var hannaður fyrir og lengi verið beðið eftir viðbyggingu. Er það ekki réttlætismál, já og heilbrigðismál að fá viðbyggingu og losna við færanlegu "kennslustofurnar".


mbl.is Byggt við Korpuskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun sjávaryfirborðs í Vatnsmýri

Spáð er að yfirborð sjávar hækki töluvert vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Hvenær fer Vatnsmýrin í kaf ??


mbl.is Áhrif hlýnunar jákvæð á gróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband