Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Ungir karlmenn settir út í kuldann

Það er áhyggjuefni að strákum gengur ekki nógu vel í lífinu. Þá vantar tilgang, þeir eru settir út í horn og sótt af þeim úr öllum áttum.

Þessi þróun hefur verið viðvarandi undanfarinn áratug. Sjá má þetta einnig í þróun háskólamenntunar karla á Íslandi, sem hefur farið minnkandi undanfarin ár á sama tíma og háskólamenntun kvenna hefur aukist í samræmi við háskólamenntun karla og kvenna almennt í Evrópu.

Skautun í þjóðfélaginu er orðin allt of mikil og áhersla lögð á það sem miður fer í stað þess að benda á góðu hlutina í þjóðfélaginu. Ef trúa má fjölmiðlum eru strákar stöðugt að níðast á stelpum en ekkert fjallað um góð samskipti, sem eru yfirgnæfandi í raun. 

 


mbl.is Brottfall karla mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband