Ekkert sjálfsagt við það að láta peningana vinna fyrir sig

Vísitölutrygging er óréttlát því það er ekkert gefið mál að fjármagnseigendur eigi að geta ávaxtað fé sitt eða látið það halda verðgildi sínu:

 

 

Fréttablaðið 3.7.2013 grein með yfirskriftinni: Vanhæfni kostaði 270 milljarða.:

 

Íbúðalánasjóður

sat uppi með 112 milljarða króna

sem sjóðnum reyndist erfitt að

ávaxta með fullnægjandi hætti.

 

 

Ákveðið var að bjóða eigendum hús- og húsnæðisbréfa að skipta bréfum sínum í íbúðabréf í júnílok 2004 (í stað húsbréfa) til að einfalda kerfi sjóðsins.

Ákveðið var að gera íbúðabréfin óinnkallanleg, þannig að sjóðurinn gæti ekki greitt lánin upp, en það var gert til að gera þau  áhugverð fyrir erlenda fjárfesta.

Ekkert uppgreiðslugjald var sett á lán Íbúðalánasjóðs. Uppgreiðslur viðskiptavina sjóðsins hófust í stórum stíl í ágúst 2004 þegar bankarnir byrjuðu að bjóða upp á betri kjör en Íbúðalánasjóður.

Jón Þorvaldur sagði á blaðamannafundinum í gær að þá hefði verið búið að loka fyrir allar þær lausnir sem í boði voru. „Aðeins

voru í boði tvær leiðir til þess að koma í veg fyrir uppgreiðsluáhættu en þær voru annarsvegar að gera skuldabréf sjóðsins  innkallanleg og hins vegar að banna skuldurum sjóðsins að greiða lánin upp, en hvorugt var gert.“

 

 

 

 

Eitt dæmi um áhrif vísitölutryggingar:

1.      Olía hækkar í verði

2.      Neytandi þarf að greiða beint eða óbeint hærra olíuverð fyrir sjálfan sig

3.      Skuldari (sem einnig er neytandi) þarf einnig að borga hærra olíuverð fyrir fjármagnseigendur í gegnum vísitölutrygginguna

4.      Fjármagnseigendur geta því keypt áfram jafnmikið af olíu

5.      Skuldarar eru því nýja þrælastéttin og þarf að halda uppi lifnaðarhætti fjármagnseigenda í viðbót við að lifa sjálfir

6.      Er þetta réttlátt ????????

7.      Ef engir væru skuldararnir, þá myndu fjármagnseigendur eiga erfitt með að viðhalda verðgildi síns fjárs.

8.      Vísitölutrygging og vextir eru því ekkert sjálfsagt mál. Áhættuna þurfa fjármagnseigendur því að bera sjálfir.


Hver er skylda alþingismanna, Bjarni ????

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kom fram í Kastljósinu í gærkveldi.

Eins og ég skyldi viðtalið og rök Bjarna, þá voru þau eitthvað á þessa leið:

Ég var bara utanaðkomandi aðili sem fékk umboð hjá föður mínum og föðurbróður til að lengja í láni. Það að Glitnir skuli vera að lána svona nýstofnuðu félagi (með hlutafé upp á 500.000 krónur) 10.000.000.000 krónur (10 þúsund milljónir króna) þarf að spyrja Glitni um hvernig stæði á. Af hverju pappírarnir voru dagsettir aftur í tímann veit ég ekki um.

Síðar í viðtalinu kom í ljós að Bjarni var stjórnarmaður í félagi (félögum) sem tilheyrðu eigendahópi Vafnings ehf. Svo hann var ekki utanaðkomandi aðili, heldur hafði á hendi hluta af ákvörðunarvaldi þessa gjörnings. Hann hlýtur að hafa sett sig inn í málin og vitað hvernig þetta var allt í pottinn búið. Ef hann hefur ekkert vitað, hvað segir það um manninn ? Hann er þá ekki að rækja skyldur sínar.

Skoðum nú aðeins nánar;

Illugi Gunnarsson sagði í Silfri Egils, 5.2.2012 að það væri skylda alþingismanna að glöggva sig á stöðu efnahagsmála og það væri skylda alþingismanna að upplýsa almenning um stöðuna. Hverjar voru þá skyldur Bjarna Benediktssonar alþingismanns, sem hefur setið á þingi frá árinu 2003 ??? Hefði hann ekki átt að spyrja sig að því hvort þessi lánafyrirgreiðsla væri eðlileg ? Hefði hann ekki átt að spyrja sig að því hvort bankamenn gerðu þetta í stórum stíl ??? Hefði hann ekki átt að bregðast öðru vísi við en hann gerði ???

Frá viðtalinu í Kastljósi er ekki hægt að sjá að hann hafi leitt hugann að skyldum sínum sem alþingismanns. Þetta er maður sem þá var búinn að sitja um 5 ár á Alþingi Íslendinga. Hvað var hann að gera allan þann tíma ???? Var hann ekki að sinna hagsmunum íslensku þjóðarinnar ???

Eða var hann upptekinn við mútugreiðslur, vinafyrirgreiðslur og eigin hagsmuni á kostnað íslensku þjóðarinnar ???


Þetta er raunveruleg ógn

 

Kom inná þetta í lokaritgerð minni: http://hdl.handle.net/1946/7995

 


mbl.is Óttast kreppu á hrávörumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrárbundinn réttur minn brotinn !!

Núverandi meirihluti á Alþingi laumaði breytingu á hlutafélagalögum í gegnum þingið nú á dögunum (4. mars 2010) þar sem kveðið er á að konur skuli sitja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga.

Með þessum lögum er brotinn minn stjórnarskrárbundni réttur, því samkvæmt stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, grein 65:

 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar,  fnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)                1) L. 97/1995, 3. gr.

Hér er verið að hygla konum á minn kostnað. Af hverju er skylda að konur sitji í stjórnum hlutafélaga ??? Hvers vegna fá konur þann rétt að sitja í öllum hlutafélögum en örvhentir fá ekki sama rétt ???

Með því að láta konur fá þennan rétt á minn kostnað, þá er stjórnarskrárbundinn réttur minn brotinn; "allir skulu vera jafnir fyrir lögum".


Er ekki tapið mikið meira ?

Þegar betur er rýnt í tölur Nýherja, þá eru svokallaðar eignir fyrirtækisins að 2/3 hluta óefnislegar eignir og til að minnka tapið þá endurmeta þeir fasteignir sínar, þe. fasteignirnar eru eftir árið 2009 verðmeiri sem nemur yfir 800 milljónum.
mbl.is Tap Nýherja 686 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmir sjálfum sér

Þegar Alþingi er ógnað er rétt að verja það og láta þá sem ráðast þar á átta sig á að svona eigi ekki að gera. Virðingu Alþingis þarf að verja.

Því er nauðsynlegt að þeir sem eru innan dyra sæti sömu meðferð og þeir sem sekir eru um hrun Íslands verði refsað og refsingin verði í samræmi við þann skaða sem þeir hafa gert.

Um páskana 2009, var upplýst um háar greiðslur í flokkssjóði Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Einnig var upplýst um háar greiðslur til einstakra þingmanna sem voru í prófkjörum. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum og er bráðnauðsynlegt að rannsóknarskýrsla Alþingis upplýsi um annað misjafnt sem gert hefur verið, t.d. boð þessara manna í utanlandsferðir, veislur, golfferðir og veiði.

Þar sem það er staðreynd að Alþingi gerði nánast ekki neitt til að afstýra hruninu frá því 2006 og frama á haustmánuði 2008 veltir maður fyrir sér; AF HVERJU ??

Niðurstaðan gæti hljóðað: Alþingismenn voru svo önnum kafnir við að taka á móti fríðindum og greiðslum að þeir gátu ekki séð neitt og horfðu í hina áttina. --> Því má líkja Alþingismönnum Íslendinga við lögreglumenn í bandarískum bíómyndum sem fá greiðslur fyrir að sjá ekki neitt og horfa í hina áttina.


mbl.is Mál mótmælenda þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum vera þakklát fyrir Lipietz

Hvernig má það vera að snúið sé út úr orðum hans ?

Hann er að hjálpa okkur og útskýra fyrir okkur túlkun mikilvægra tilskipana. Við eigum að þakka honum. Auðvitað eigum við að sannreyna hvort allt er satt og rétt sem hann segir, en við eigum alls ekki að vera óvandir af virðingu okkar, hlusta ekki og snúa út úr orðum manna sem vilja hjálpa okkur.

Er nokkuð við öðru að búast frá Birni Vali Gíslasyni ??? Hann sem skildi frænku sína og hennar 5-manna fjölskyldu eftir úti á götu og lét hirða húsnæði þeirra út á eigin mistök í fyrirtækjarekstri. Svo virðist sem hann hafi verið samviskulaus ef marka má þær fréttir sem komið hafa fram.

Annað merkilegt var að hann Björn Valur Gíslason gat fengið há lán án veða á sama tíma og samherjar hans í pólitík (Steingrímur J. Sigfússon) sátu í stjórn landsins með Steingrími Hermannssyni.

Ekki hafði ég aðgang að slíku láni !!

 Og svo rúsínan í pylsuendanum; hann er varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og á að gæta hagsmuna okkar íslendinga. Hvar er siðferði Alþingis núna ????

Frá Ólínu Þorvarðardóttur er ekki óvanalegt að heyra rugl og ætti enginn að taka mikið mark á henni.


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er átak ríkisstjórnarinnar í áróðursmálum ?

Þessi grein er fín.

 Maður veltur fyrir sér, hvers vegna ekki séu útbúnir hópar, sem gera ekkert annað en notfæra sér blogg og hinar ýmsu leiðir til að koma sjónarmiðum og aðstæðum Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum; í Hollandi, í Bretlandi, í Frakklandi, í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu, í Póllandi, ... ...

Blogga bæði í landsmálablöðum, svæðisbundnum blöðum og borgarblöðum.


mbl.is Hollenskir bloggarar undrast hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta með hæstarétt ?

Sveinn Valfells hitti naglann á höfuðið í Silfri Egils í dag. Hér er verið að búa til undankomuleið handa innherjunum sem sviku almenna hluthafa í almenningshlutafélögunum.

Er sérstakur saksóknari búinn að skoða einkahagi hæstaréttardómaranna ? 

Er búið að skoða í boði hvers þeir fóru í veiðiferðir, golfferðir og utanlandsferðir þeirra ?

Hvernig er með erlend kreditkort þessara háu herra eða erlenda leynireikninga ?


Á að hvetja til óráðsíu ??

 

Tökum dæmi;

2 menn, A og B kaupa sér sams konar hús í smíðum. Sama verð 40 milljónir.

A tekur 20 milljónir í lán. Hann sýnir aðgæslu og reynir að gera hlutina á ódýran hátt og flytur inn í óklárað hús og keyrir um á 10 ára gömlum bíl.

B tekur 35 milljónir í lán. Hann er með fullt af peningum, flytur inn þegar iðnarmenn hafa gengið frá húsinu að fullu. Hann kaupir sér nýjan breyttan jeppa, fer í golfferðir og kaupir sér nýtt hjólhýsi og fjórhjól,...

Síðan skellur á kreppan, lánin tvöfaldast. A er nú með 40 milljónir í lán og B með 70 milljónir. Félagsmálaráðherra vill nú fella niður þau lán sem eru umfram húsnæði; A fær enga niðurfellingu en B fær 30 milljónir niðurfelldar.

Nú eru báðir með 40 milljónir í lán.

A býr áfram í ókláruðu húsi og keyrir um á 10 ára druslunni sinni.

B býr í fullkláruðu húsi og á auk þess alls konar aukahluti (breyttan jeppa, hjólhýsi, ...).

Í viðbót er ákveðið að hækka skattana til að hægt verði að standa undir niðurfellingu skuldanna. Því er A allt í einu farinn að greiða niður skuldir B.

Hver vilt þú vera ? A eða B

Eiga allir að hegða sér eins og B ??

Er það þetta sem félagsmálaráðherra vill að menn geri ???????????

 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband