Föstudagur, 21. maí 2021
Pawel í Geldingadölum
Það mætti halda að Pawel viti ekki af eldgosi í Geldingadölum.
Forsendur fyrir flutningi flugvallar í Hvassahraun eru breyttar eftir að eldvirkni byrjaði á Reykjanesi eftir 800 ára hlé.
Beina Gæslunni í Hvassahraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað um að flokkurinn ætli að hætta því?
15.5.2021 (síðastliðinn laugardag):
Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ
Og ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.300 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum?
Kom Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, byggði nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ?
18.3.2021:
Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)
Þorsteinn Briem, 21.5.2021 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.