Borgaryfirvöld með buxurnar niður um sig.

Eins og segir í fréttinni, þá ræður vetrarþjónusta Reykjavíkurborgar ekki við verkefnið.

Það kemur svona út:

Þegar snjóaði aðfaranótt 14.2.2022 þá lokaðist gatan sem ég bý við. Þar er svo háttað að þar er töluverð brekka og því erfitt að komast upp á vegi sem strætó keyrir um. Þar að auki er í brekkunni opið ofan af heiði og í austan og suðaustanátt, þá skefur mikið inn á brekkuna.

Þegar ekki bólaði á neinum bílum á vegum vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, var kvartað. Svörin voru; taktu strætó !!

En það var heldur ekki lausn; strætóleiðir voru ekki mokaðar nema að litlu leyti svo strætó keyrði framhjá hverfinu.

Þegar enn ekki bólaði á ruðningstækjum þá var enn kvartað. Svörin voru;

Mokstur húsagatna getur tekið 4-5 sólarhringa frá síðustu úrkomu.

Sem þýðir að hundruðir íbúa komast ekki til vinnu svo dögum saman. Hvað segja atvinnurekendur við því ?


mbl.is Snjómokstur í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Stefánsson

Þú hefðir nú alveg getað labbað út fyrir hverfið þitt og tekið strætóin þaðann sem hann stoppaði á meðan gatan þín var ófær. Ég er samt ekki að réttlæta það hversu illa borgin hefur sint snjómokstrinum þetta árið en það er hægt að labba aðeins þó svo að maður eigi bíl.

Davíð Stefánsson, 21.2.2022 kl. 09:40

2 identicon

Eru Borgaryfirvöld búin að gleyma að það eru kosningar í Mai ?

Kjósendur eru ekki búnir að gleyma !!!

Kjósa nýtt !

Birgir Örn Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.2.2022 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband