Vafasamt að Hólmsheiði sé góður staður fyrir flugvöll

Ef Gísli Marteinn vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, þá er hann að hafna þeim tekjum sem Reykjavíkurborg hefur af flugvellinum því flugvöllur á Hólmsheiði er ekki góður staður fyrir flugvöll.

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi sitt að mestu leyti í úthverfi Reykjavíkur, sem myndu vera í nálægð flugvallar á Hólmsheiði, er ég ekki viss um að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins væru því fylgjandi að hafa flugvöll á Hólmsheiði.

Ef kjósendur væru upplýstir og sæju alla kostina og ókostina við flugvöll á Hólmsheiði væru íbúar úthverfanna mjög á móti slíkri staðsetningu. Markvisst hefur verið forðast að ræða þetta ónæði sem hlytist af flugvelli á Hólmsheiði fyrir úthverfi Reykjavíkur. Aðflug að slíkum flugvelli yrði að mestu yfir íbúðabyggð og mjög ólíklegt að viðkomandi íbúar yrðu ánægðir með slíka flugumferð. Fórnarkostnaður yrði gríðarlegur fyrir íbúa í úthverfum Reykjavíkur og þar með meirihluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Auk þess myndi skapast mikil hætta við tengivirki Landsnets á Geithálsi, sem yrði við enda flugbrautarinnar á Hólmsheiði. Slys, líkt því sem gerðist hjá British Airways í Bretlandi fyrir stuttu myndi myrkva allt Ísland í langan tíma.


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband