Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Föstudagur, 23. janúar 2009
Vilhjálmur, þetta er lagið !!!
Til hamingju Vilhjálmur,
Nauðsynlegt er að stemma stigu við óráðsíu og sérhagsmunaákvarðanir stjórnarinnar í andstöðu við hagsmuni bankans og annarra hluthafa.
Vonandi verður meira gert af þessu, að láta menn sæta ábyrgð. !!
Stjórnarmenn þurfa að sæta persónulegri ábyrgð !!!
![]() |
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Landráð
Nú þegar innihald Landsbankaskýrslunnar er að sumu leyti komið í dagsljósið, þá spyrja menn;
Hvers vegna héldu Landsbankamenn áfram eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar og opnuðu ICESAVE reikninga í Hollandi, vitandi vits um að þessar aðgerðir væru beint gegn þjóðinni ?????
Kallast þetta ekki landráð ?????
![]() |
Ekki á kosningabuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. janúar 2009
Ótrúverðugir ráðamenn
Bjarni Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd, segir; "Vandinn snýst um þá sem koma sér undan að greiða það sem með réttu ætti að falla undir tekjuskatt."
Nú þegar búið er að benda á þetta í fjölmiðlum, þá er rétt að vera á móti þessu, en hann hefur líklega, ásamt fleirum frammámönnum, notfært sér þessa glufu í lögunum. Glufu, sem þeir settu sjálfir í lög.
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu, en Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að fjalla um málið.
Hér er linkur:
http://vefblod.visir.is/index.php?alias=IS-FRT&s=2725&p=68514&a=172849
Fréttin bar yfirskriftina: Arðgreiðslur í stað tekna skattavandamál