Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022
Mánudagur, 21. febrúar 2022
Borgaryfirvöld með buxurnar niður um sig.
Eins og segir í fréttinni, þá ræður vetrarþjónusta Reykjavíkurborgar ekki við verkefnið.
Það kemur svona út:
Þegar snjóaði aðfaranótt 14.2.2022 þá lokaðist gatan sem ég bý við. Þar er svo háttað að þar er töluverð brekka og því erfitt að komast upp á vegi sem strætó keyrir um. Þar að auki er í brekkunni opið ofan af heiði og í austan og suðaustanátt, þá skefur mikið inn á brekkuna.
Þegar ekki bólaði á neinum bílum á vegum vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, var kvartað. Svörin voru; taktu strætó !!
En það var heldur ekki lausn; strætóleiðir voru ekki mokaðar nema að litlu leyti svo strætó keyrði framhjá hverfinu.
Þegar enn ekki bólaði á ruðningstækjum þá var enn kvartað. Svörin voru;
Mokstur húsagatna getur tekið 4-5 sólarhringa frá síðustu úrkomu.
Sem þýðir að hundruðir íbúa komast ekki til vinnu svo dögum saman. Hvað segja atvinnurekendur við því ?
Snjómokstur í ólestri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |