Hversu vel verða Gufuneshaugar rannsakaðir ??

Í Morgunblaðinu í morgun las ég frétt um að Umhverfissvið Reykjavíkurborgar fyrirhugi frekari mælingar á Gufuneshaugum því skipulag gerir ráð fyrir útivistarsvæði fyrir börn.

Fagna ég því að mælingar fari fram en óttast að þær verði ónógar. Línuhönnun vann við mælingar fyrir 8 árum og þá var eingöngu 3 mismunandi gastegundir mældar; metan (CH4), koldíoxíð (CO2) og súrefni (O2). Þó þessar gastegundir komi fyrir í mestu magni og hætta geti stafað af þeim þá hef ég meiri áhyggjur af öðrum efnum, t.d. verður geislavirkni mæld ?? (geislavirkur sjúkrahúsúrgangur ?) eða snefilgösum sem talið er að séu krabbameinsvaldandi og finnast í sorphaugagasi erlendis (t.d. Vinylklóríð, Bensen, Klóroform og Díklórmetan) eða aðrar eitraðar gastegundir.

Síðast en ekki síst; verða óstaðsettir eiturefnapyttir fundir, merktir og mældir?

 

P.S. Hér að neðan er afrit af fréttinni þar sem ég fann hana ekki á mbl.is. Veit ég ekki hver stefna Morgunblaðsmanna er en mér fannst nauðsynlegt að netverjar gætu lesið fréttina til að skilja innleggið mitt.

Línuhönnun rannsakar Gufuneshauga

Töluverð metangasvirkni árið 2000

ÁRIÐ 2000 fóru fram athuganir á metangasútstreymi á fyrrverandi urðunarstað sorps í Gufunesi. Þetta var þetta gert vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. Boraður var um einn tugur hola og reyndist vera töluverð metangasvirkni í haugunum.

ÁRIÐ 2000 fóru fram athuganir á metangasútstreymi á fyrrverandi urðunarstað sorps í Gufunesi. Þetta var þetta gert vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. Boraður var um einn tugur hola og reyndist vera töluverð metangasvirkni í haugunum. Sams konar útstreymi er virkjað á nýjum urðunarstað í Álfsnesi og notað sem eldsneyti á bíla eins og kunnugt er.

Framundan eru nýjar athuganir í Gufunesi fyrir Mengunarvarnir hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Verkefni Umhverfissviðs Línuhönnunar felst í að meta styrk ýmissa efna í grunnvatni, jarðvegi og hauggasi á um 10 ha. svæði á gamla urðunarstaðnum og áhættu af þeim vegna framtíðarnýtingar svæðisins.

Einnig á að kanna hæð grunnvatns í jarðlögum og landsig. Enn fremur verður gerð grein fyrir aðgerðum til að verja mannvirki sem kunna að verða byggð á staðnum, reynist þörf á slíku miðað við ástand og þróun hauganna.

Loks verður sett fram mat á áhættu tengdri hugsanlegri notkun landsvæðisins, með og án fyrrgreindra varnaraðgerða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband