Áfram Davíð !!!!

Davið kom vel út úr viðtalinu.

Mikilvægt er að sú gagnrýni sem Davíð beindi að fréttaflutningi ríkissjónvarpsins geri fréttastofuna gagnrýnni en áður.

Sigmar þarf að íhuga sinn gang vandlega, .... segja við viðmælanda; " .. þetta getur þú ekki sagt". Það að hann segi þetta við seðlabankastjóra íslenska ríkisins er með eindæmum. Þórhallur og Páll ættu að hysja upp um sig buxurnar og leiðrétta þann sannleikshalla sem þeir hafa látið viðgangast á fréttastofu ríkissjónvarpsins um langan tíma. SANNLEIKURINN ER SAGNA BESTUR og þeir mega ekki (sem fulltrúar íslenska ríkisins) leggjast svona lágt eins og "frjálsu fjölmiðlarnir" leggjast og halda að ef lýgin er sögð nógu oft verði það sannleikur.

 Einnig var mikilvæg útskýring Davíðs með bindiskylduna; stóru bankarnir höfðu svo greiðan aðgang að erlendu fjármagni að annað helsta stjórntæki seðlabankans var óvirkt og ekki hægt að nota.

Ég minni einnig á;

- Davíð tók út pening sinn í Búnaðarbankanum til að mótmæla

- Dómsorð hæstaréttar í Baugsmálinu voru; "það er bara verið að lýsa eðlilegum viðskiptum" ... Annað hefur nú komið á daginn .........

Ég hvet alla til að horfa á ENRON myndina næsta sunnudag. Hún styður við svo margt sem hér hefur verið gert. Ætla mætti að útrásarvíkingarnir hafi lært ljótu siðina af ENRON og þeir ættu að kallast Enron-víkingar.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sjá einnig...

Bretar saklausir - íhaldið sekt

24/02 2009 23:46/ 2009
Svör Davíðs Oddssonar í Kastljósi kvöldsins voru líkt og sérsniðin fyrir mig.  Ég hlýt að þakka fyrir.

Niðurstaða A

Davíð varaði við bankahruni frá því árið 2006 og ítrekaði mjög alvarlega 30. september 2008.

Hann sagði að á ríkisstjórnarfundi 30. september hefði hann fullyrt að allt bankakerfið yrði komið á hliðina innan tveggja til þriggja vikna.
(Eyjan.is 24.02 2009)

Þetta var áður en Bretar höfðu hreyft litla fingur gegn Landsbanka og Kaupþing og fellur því um sjálft sig hvað margir hafa haldið fram, að Kaupþing hafi staðið býsna sterkt fram að aðgerðum Breta.
Bankakerfi sem seðlabankastjóri er búinn að vara við linnulaust í tvö ár, án teljandi aðgerða stjórnvalda til að takmarka tjónið, þarf enga hjálp við að fara á hliðina.

Ég hygg reyndar að lögfræðingum sem verja bresk stjórnvöld í Kaupþingsmálinu muni þykja fengur að þessum upplýsingum, sem væntanlega eru skjalfestar.

Sérstaka athygli vek ég á því að viðvaranir sjálfs bankastjóra Seðlabanka Íslands (allt frá 2006) hefðu að sjálfsögðu mátt teljast fullnægjandi ástæða þess að hamla vexti bankanna, með inngripum FME áður en Landsbanka var gefið grænt ljós á Icesave í Bretlandi og Hollandi - og viðvörunum til FSA varðandi yfirtöku Kaupþing á S&F.

Til þess hafði FME öll tól og títtnefndar afsakanir um að ástæður hafi skort hefur Davíð nú fellt úr gildi.

Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust.
(Lög um fjármálafyrirtæki 2002 / nr. 161 / 36. gr.)

Ég geri hér ráð fyrir að Davíð hafi einnig varað FME við, allt frá 2006, líkt og honum bar skylda til samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands skal veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar sem bankinn býr yfir og nýtast kunna í starfsemi Fjármálaeftirlitsins.
(Lög um SÍ)

Niðurstaða B

Davíð varaði við frá árinu 2006 - samnefnarinn í þeim ríkisstjórnum sem síðan hafa setið (fram að hruni) er Sjálfstæðiflokkurinn.

Það má því draga nokkuð afdráttarlausa ályktun af orðum Davíðs, sem reyndar var vituð áður; Sjálfstæðisflokkurinn er það pólitíska afl sem fyrst og síðast ber ábyrgð á hruni Íslands.
 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.2.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband