Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 19. júní 2009
Steingrímur, hvers vegna eru uppsagnarákvæði í samningunum ?
Ef samningsaðilar íslendinga eru svona góðir, hvers vegna þurfa þeir að hafa uppsagnarákvæði í samningunum ??
Steingrímur, hvers vegna er skilningur þinn á samningunum ekki beint skrifaður í samninginn ?
Væri hægt að fá samningsaðila til að skrifa undir skilning þinn á samningunum ???
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Hver verða viðbrögðin ef Alþingi hafnar ríkisábyrgðinni ?
Nú hafa bretar aflétt kyrrsetningu Landsbankans í Bretlandi. Hvað gerist ef Alþingi Íslendinga hafnar ríkisábyrgðinni og vísar á nokkur atriði sem stangast á við stjórnarskrá og önnur atriði sem ekki koma til greina ?
Er ekki best að senda sendinefndina aftur út og láta semja um lægri vexti og láta breyta þeim greinum sem ógna sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
Icesave-samningar birtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Eva er mikilvæg fyrir íslensku þjóðina
Nauðsynlegt er að hafa heiðarlegt sjónarhorn á málunum. Munið að lang flestir alþingismenn og ráðherrar og frammá menn í þjóðfélaginu eru spilltir, þeir tóku við peningum þeirra sem brutu lögin og litu þessa brotamenn velvildaraugum, stoppuðu ekki í lagagötin og létu eftirlitið vera gagnslaust árum saman, þrátt fyrir sterk merki um vandamál í mörg ár.
Því munu margir vilja að rannsóknin dagi uppi og er þetta þeirra aðferð; fjársvelti, mannsvelti, tækjasvelti og upplýsingasvelti.
Rétt að minna á; Samfylkingin var í stjórn og er ennþá í stjórn. Þau fengu stórar fjárhæðir í flokkssjóð og prófkjörin þeirra voru fjármögnuð með sömu skítugu peningunum.
Munið eftir því sem Davíð Oddsson sagði; skoða ætti betur einkahlutafélög alþingismanna og valdamanna í stjórnkerfinu. Hvaða fyrirgreiðslu fengu þeir ? Þ.e. hvernig var þeim hyglað ?
Og auðvitað allt á kostnað íslensku þjóðarinnar.
Skoða þörf á auknum útgjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. júní 2009
Vanhæf ríkisstjórn
Hvernig er hægt að réttlæta það að skuldbinda þjóðina um 2,5 milljónir á hvert einasta mannsbarn á Íslandi, eingöngu vegna ICEsave reikninganna ???
Á sama hátt og útrásarvíkingarnir settu þjóðina á hausinn, var ríkissjóður fyrst þurrausinn við að borga fjármagnseigendum það sem þeir ekki áttu (peningamarkaðssjóðirnir) og svo á að hneppa alla íslendinga í ánauð til langrar framtíðar.
Er þetta hægt ??
Pólitísk staða ekki nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. maí 2009
Hvað er RARIK að gera ?
Áhugi OR er eftirbreytniverður fyrir önnur orkufyrirtæki.
Ekkert hefur heyrst af RARIK, Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða eða Landsvirkjun í þessu samhengi......
Rafbílar vekja væntingar OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Líttu þér nær Vilhjálmur Egilsson
Sjálfstæðisflokkurinn brást kjósendum sínum þar sem þeir tóku óeðlilega mikið tillit til þeirra sem borguðu þeim fé í sjóð og tóku hagsmuni þeirra framyfir hagsmuni þjóðarinnar (með aðgerðaleysi sínu).
Sá eini sem ekki lét múta sér var Davíð !!
Mér kæmi ekki á óvart ef Vilhjálmur hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, amk. gengur hann fram fyrir skjöldu og fjárfestir lífeyri landsmanna í vogunarsjóðum.
Hann var sem sé að ávaxta féð án siðferðis. Hvar ætlar hann að stoppa ? Sagt er að mikil gróðavon sé í fíknaefnainnflutningi.
Davíð eyðilagði landsfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Áfram Davíð !!!!
Davið kom vel út úr viðtalinu.
Mikilvægt er að sú gagnrýni sem Davíð beindi að fréttaflutningi ríkissjónvarpsins geri fréttastofuna gagnrýnni en áður.
Sigmar þarf að íhuga sinn gang vandlega, .... segja við viðmælanda; " .. þetta getur þú ekki sagt". Það að hann segi þetta við seðlabankastjóra íslenska ríkisins er með eindæmum. Þórhallur og Páll ættu að hysja upp um sig buxurnar og leiðrétta þann sannleikshalla sem þeir hafa látið viðgangast á fréttastofu ríkissjónvarpsins um langan tíma. SANNLEIKURINN ER SAGNA BESTUR og þeir mega ekki (sem fulltrúar íslenska ríkisins) leggjast svona lágt eins og "frjálsu fjölmiðlarnir" leggjast og halda að ef lýgin er sögð nógu oft verði það sannleikur.
Einnig var mikilvæg útskýring Davíðs með bindiskylduna; stóru bankarnir höfðu svo greiðan aðgang að erlendu fjármagni að annað helsta stjórntæki seðlabankans var óvirkt og ekki hægt að nota.
Ég minni einnig á;
- Davíð tók út pening sinn í Búnaðarbankanum til að mótmæla
- Dómsorð hæstaréttar í Baugsmálinu voru; "það er bara verið að lýsa eðlilegum viðskiptum" ... Annað hefur nú komið á daginn .........
Ég hvet alla til að horfa á ENRON myndina næsta sunnudag. Hún styður við svo margt sem hér hefur verið gert. Ætla mætti að útrásarvíkingarnir hafi lært ljótu siðina af ENRON og þeir ættu að kallast Enron-víkingar.
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Spillingin heldur áfram
Hvers vegna kom þessi ákvörðun ekki á óvart ?
Það var fyrirfram vitað að Samfylkingin gengi erinda bæjarstjóra síns í Hafnarfirði á kostnað okkar skattborgaranna og hvað fá Vinstri grænir í staðinn ???
Ákvörðuninni verður snúið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. janúar 2009
Vilhjálmur, þetta er lagið !!!
Til hamingju Vilhjálmur,
Nauðsynlegt er að stemma stigu við óráðsíu og sérhagsmunaákvarðanir stjórnarinnar í andstöðu við hagsmuni bankans og annarra hluthafa.
Vonandi verður meira gert af þessu, að láta menn sæta ábyrgð. !!
Stjórnarmenn þurfa að sæta persónulegri ábyrgð !!!
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Landráð
Nú þegar innihald Landsbankaskýrslunnar er að sumu leyti komið í dagsljósið, þá spyrja menn;
Hvers vegna héldu Landsbankamenn áfram eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar og opnuðu ICESAVE reikninga í Hollandi, vitandi vits um að þessar aðgerðir væru beint gegn þjóðinni ?????
Kallast þetta ekki landráð ?????
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |