Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ótrúverðugir ráðamenn

Bjarni Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd, segir; "Vandinn snýst um þá sem koma sér undan að greiða það sem með réttu ætti að falla undir tekjuskatt."

Nú þegar búið er að benda á þetta í fjölmiðlum, þá er rétt að vera á móti þessu, en hann hefur líklega, ásamt fleirum frammámönnum, notfært sér þessa glufu í lögunum. Glufu, sem þeir settu sjálfir í lög.

 

Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu, en Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að fjalla um málið.

Hér er linkur:

http://vefblod.visir.is/index.php?alias=IS-FRT&s=2725&p=68514&a=172849

Fréttin bar yfirskriftina: Arðgreiðslur í stað tekna skattavandamál


Eru allir spilltir ???

Sú staðreynd að enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara er áhugaverð. Hvers vegna ??

Þeir einir sem "fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara" geta sótt um. Þeir verða að gefa upp hlutabréfaeign sína og tengsl við þá sem rannsaka þarf. Er enginn þessara aðila hlutlaus ???

Eru þeir allir á mála hjá "Enron"-víkingum ??

Eða eru það stjórnvöld sem eru á þeim mála?? Getur verið að umgjörð þessa saksóknara sé þannig að ekki verði hægt að sækja neinn til saka ?? Þegar Enron var lýst gjaldþrota, höfðu starfsmenn 30 mínútur til að yfirgefa vinnustaðinn en bankamenn eru enn í aðstöðu til að eyða gögnum nú eftir bráðum 3 mánuði. Sannleiksskýrslan (hvítbókin) á ekki að vera tilbúinn fyrr en öruggt sé að ekki séu nein gögn eftir til að skoða (t.d. lagalega má ekki geyma gögn lengur en ákveðinn tíma, t.d. 1 ár og þá er skylda til að eyða)...


mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör vitleysa - þvílíkt rugl

Hvernig var þetta með þrískiptingu valdsins ??? Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Löggjafarvaldið á Íslandi hefur verið allt frá upphafi mjög veikt, lagafrumvörp eru samin hjá framkvæmdavaldinu og keyrð í gegnum þingið, íslenska þingið er eingöngu afgreiðslustofnun.

Flest lög á Íslandi og jafnvel stjórnarskráin eru einfaldar þýðingar úr norðurlandamálum og hin síðari ár frá Evrópusambandinu. Hvert hefur það leitt okkur ??

Þjóðargjaldþrot !!

Væri ekki réttara að efla Alþingi íslendinga og gera það óháðara framkvæmdavaldinu ??

Stundum er sagt að á Alþingi íslendinga eigi að finna þverskurð af íslensku þjóðfélagi og raddir allra eiga að heyrast. Eru þeir vel til þess fallnir að semja lög, þeir sem þar sitja ??

Nauðsynlegt er að veita alþingismönnum hjálp við lagasmíðar og eftirlitsskyldu, t.d.

1. Endurvekja Þjóðhagsstofnun og láta hana lúta Alþingi beint. Hún ætti að vera í stakk búin til að taka saman efnahagsstærðir og eiga ráðuneyti og aðrar stofnanir að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar.

2. Til að auka veg og virðingu Alþingis íslendinga og háskólanna, ættu háskólar (lagadeildir,...) að hjálpa Alþingi að setja lögin, þeir ættu að geta samið lagatextann og náin tengsl ætti að vera þar á milli.


mbl.is Fastanefndir verði 7 í stað 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld eiga að taka betur til

Hvernig er þetta eiginlega með stjórnvöld ?

Eru þau alveg sofand ?

Gömlu lummurnar duga engan veginn, taka þarf mikið róttækar á málunum en hingað til hefur verið gert. Hvers vegna þarf alltaf fyrst að benda á alla hluti í og síðan að bregðast við ? Alveg furðulegt að bankamálaráðherra hafi ekki  skoðun og einu ráð fjármálaráðherra er að seilast dýpra niður í vasa hins almenna skattborgara.

Hvers vegna er ekki ráðist á rót vandans ?? Ætli stjórnvöld séu svo gegnsýrð af spillingu að þau vilji ekki gera neitt í málinu ?? Ég vil nú ekki trúa því en að minnsta kosti eru þau að gefa tilefni til þess að maður haldi það, hvar liggja hagsmunir þeirra sem sitja um stjórnvölinn ?? Af hverju gera þeir ekki hreint fyrir sínum dyrum ??

Tökum dæmi: Skoðum menntamálaráðherra og varaformann sjálfstæðisflokksins. Maki menntamálráðherra vann og vinnur áfram í bönkunum. Félag hans, 7 hægri ehf hefur verið í fréttunum. Hvers vegna er fyrirtækið með þetta nafn ?? Er eitthvað að fela ? Tengist menntamálaráðherra eitthvað inni í þetta ? Hvernig var aftur með lánin sem felld voru niður, var maki menntamálaráðherra einn af þeim sem græddu ? Hvaða banki var þetta ?

Veltum þessari spurningu fyrir okkur;

Hvers vegna er maki menntamálaráðherra með einkahlutafélag ???

Einkahlutafélag, eins og önnur hlutafélög, eru vinsæl í dag (fram yfir samvinnufélög og annað félagaform) því þau eru með takmarkaða ábyrgð. Hvers vegna er maki menntamálaráðherra að forðast ábyrgð ??? Er hann að gera eitthvað misjafnt ??? Eða er hann eingöngu að sneiða framhjá því að borga 40% tekjuskatt eins og við hin og ætlar sér eingönu að borga 10% fjármagnstekjuskatt ?? Ég spyr aftur; hvers vegna er maki menntamálaráðherra og varaformanns sjálfstæðisflokksins með einkahlutafélag ??

Eiga þeir sem halda um stjórnvölinn ekki að ganga fram með góðu fordæmi og greiða sitt til samfélagsins sem þeim ber ?? Allt of margir eru að búa til gervifélög til að takmarka sína ábyrgð og flýja greiðslur til sameiginlegs reksturs. Það eru bara hinir sem eiga að borga, hann ekki!!

 Væri ekki rétt að leggja skatt á öll einkahlutafélög og hlutafélög sem eru ekki að greiða launatengd gjöld !!! Hætta þessari vitleysu með takmarkaða ábyrgð eignarhaldsfélaga og fölsun bókhalds með risaliðum undir óefnislegar eignir,.......


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð

Sumir segja að bankastjórar bankanna hafi verið undir hælnum á eigendunum og þurft að framkvæma gjörninga sem þeir hafa ekki endilega verið samþykkir.

Getur verið að í þessu sambandi hafi Lárus Welding fengið sínar 300 milljónir í upphafi starfs sem bankastjóri Glitnis, fyrir æru sína ??? Getur verið að hann hafi vitað fyrirfram að hann þyrfti að gera ýmislegt misjafnt ???

Í ljósi þess að ráðamenn Bretlands beittu hryðjaverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi, þá kom upp í hugann orðið LANDRÁÐ !!!!!

Inni á Alþingi fann ég lögin um landráð (lög nr.19 frá 1940) . Þar segir í 88. grein:

88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti .... stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og

 

hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með .....  eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu,  skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

 

 


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeittur brotavilji

Hvernig er þetta hægt ? 

Er fjármálaeftirlitið að ganga erinda brotamanna ?

Einbeittur brotavilji löggiltra endurskoðenda og einbeittur brotavilji stjórnenda bankanna ???

Hvernig geta löggiltir endurskoðendur skrifað upp á ársreikninga fyrirtækis, þar sem stærstur hluti eigna fyrirtækis er óefnisleg eign sem ekkert er á bakvið ??

Hvernig geta bankastjórar lánað til fyrirtækja sem eru með efnahagsreikning þar sem meginuppistaðan er óefnisleg eign þar sem ekkert er á bakvið ???

Lýsir það ekki einbeittum brotavilja bankastjóra, að lána slíkum fyrirtækjum pening í stórum fúlgum ?

Bankastjórarnir hljóta að vita að slík háttsemi hefur neikvæðar og hættulegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið í heild en gera þetta samt !!!!!!!!!!!!!! Er þetta ekki einbeittur brotavilji ??? !!!!!!!!!


mbl.is FME hefur umfjöllun Morgunblaðsins til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum það sem sannara reynist

Ljóst er að fjölmiðlar eru ekki nógu gagnrýnir á þær upplýsingar sem þær vinna með. Annað hvort er það með vilja gert eða sýnir getuleysi þeirra.

Nauðsynlegt að fólk móti sér skoðun eftir óvilhöllum upplýsingum en ekki áróðri ýmissa fjölmiðla.

Minnumst þess áróðurs sem finna mátti í blöðunum, þegar Baugsmálið stóð sem hæst,...

Einnig er rétt að greina hlutverk hvers og eins en einnig þau meðöl sem hver og einn hefur til aðgerða.


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð útskýrði kennitöluskiptin fyrir íslendingum mjög vel

Stjórnmálamenn þora oft ekki að segja neitt af ótta við að það misskiljist. Í staðinn skilur fólk ekki hvað þeir eiga við og vilja segja.

Viðtalið við Davíð var mjög gott fyrir íslendinga, þeir skildu hvað hann var að segja og það róaði íslendinga svo þeir hafa ekki hlaupið út í banka í panik til að taka út peninginn sinn.

Erlendir fréttamenn hafa síðan snúið út úr og bætt við ályktunum, sem ekki var beint hægt að lesa út úr viðtalinu. Viðtalið var fyrst og fremst beint til íslendinga. Þó erlendir fréttamenn hafi misskilið, þá ættu háttsettir ráðamenn eins og forsætisráðherra Bretlands, ekki að taka mark á slíku. Þeir hefðu átt að spyrja beint hvað við ættum við og fá þannig skilning ályktanir fréttamanna staðfestar eða hraktar, áður en þeir fullyrtu um fyrirætlanir íslendinga.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gámastöð í Grafarvogi, strax !!!

Eins og allir vita, þá er Sorpa staðsett í Grafarvogi en þessi næstum 20.000 manna byggð hefur enga gámastöð í hverfinu og þurfa íbúar að fara með allt sitt rusl út fyrir hverfið en síðan er keyrt aftur inn í hverfið með ruslið í Sorpu.

Er þetta gáfulegt ???

Ég fór um daginn í næstu gámastöð Sorpu og mældi vegalengdina fram og til baka. Fyrir mig voru þetta rúmlega 7 km. Ef miðað er við að hver ekinn km kosti 30 krónur í eldsneyti þá hefur ferðin kostað mig rúmlega 200 krónur. Ég bý nálægt miðju Grafarvogshverfis, þó heldur nær gámastöðinni. 

Gerum síðan ráð fyrir að hver íbúi fari einu sinni á 3ja mánaða fresti í gámastöðina, það gera 4*20.000 = 80.000 ferðir árlega sem gera í eldsneyti; 16 milljónir króna !!!!

Annað eins kostar síðan að flytja sorpið til baka í Sorpu.

Er þetta gáfulegt ??? 

Hvernig væri að opna gámastöð fyrir Grafarvogsbúa í Grafarvogi  ?????????????


Hvenær verður þá byggt við Rimaskóla ?

Við Rimaskóla eru á yfir 10 færanlegar kennslustofur og virðast þær ekki í betra ástandi en stofurnar við Korpuskóla.

Rimaskóli hefur alla tíð hýst mun fleiri nemendur en skólinn var hannaður fyrir og lengi verið beðið eftir viðbyggingu. Er það ekki réttlætismál, já og heilbrigðismál að fá viðbyggingu og losna við færanlegu "kennslustofurnar".


mbl.is Byggt við Korpuskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband