Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Hólmsheiði örugglega lokuð
Ljóst er að ef veður er of slæmt nú í Vatnsmýrinni, þá er veðrið ennþá verra uppá Hólmsheiði.
Á Hólmsheiði er enginn staður fyrir flugvöll.
Innanlandsflug liggur niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Loksins meirihluti í borgarstjórn
Nú í fyrsta sinn frá því í kosningum, er borgarstjórnin skipuð fólki sem hefur meirihluta borgarbúa á bak við sig.
Eftir borgarstjórnarkosningarnar 2006 var myndaður meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Sá meirihluti hafði eingöngu 49% atkvæða á bak við sig. Mjög óeðlilegt var hversu framsóknarmenn höfðu mikil ítök í þeirri borgarstjórn, með ekki meira en 6% fylgi.
Nú á haustmánuðum 2007 hljóp framsóknarmaðurinn í faðm vinstri aflanna og miðað við stefnumörkun þess meirihluta, áttu málefni F-listans lítið upp á pallborðið. Sá meirihluti stóð því saman af B+S+V auk málefnaflóttamanna. Þessi meirihluti hafði því enn minna fylgi en sá fyrri eða 47% atkvæða í síðustu kosningum.
Þegar Ólafur F. kom aftur til starfa þótti honum sú stefna sem þessi meirihluti framfylgdi svik við þá kjósendur og stefnumál sem lögð voru til grundvallar í borgarstjórnarkosningunum. Hann samdi því við sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta og málefnasamning, sem endurspeglar mun betur þau loforð sem gefin voru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Núverandi meirihluti fékk 53% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og því fyrsti meirihlutinn með meirihluta atkvæða íbúa Reykjavíkur.
Fagna vasklegri framgöngu í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Er Reykjavík byggð á þröngu nesi með sjó á 3 vegu ?
Einn stjórnarmaður í samtökunum "Betri byggð" hélt því fram í Morgunblaðinu, nú fyrir hálfum mánuði, að Reykjavík væri byggð á þröngu nesi með sjó á 3 vegu. Skoðum aðeins þá fullyrðingu. Ég er með tölur frá 1. desember 2006 en þá bjuggu í Reykjavík 116.446 (1. des 2007 voru það 117.721, fjölgað um 1000).
Hvar byrjar nesið á 3 vegu ?
Skoðum endann á Kópavoginum og drögum línu eftir Kringlumýrarbrautinni; einungis 30% reykvíkinga (um 35.000 manns) búa á nesinu með sjó á 3 vegu. Hin 70% (80.000 manns) búa austan við.
Skoðum nú endann á Kópavoginum og drögum línu yfir í Elliðavoginn; þá bætast við um 23% (27.000 manns) og verða um 53% íbúa. Hin 47% reykvíkinga búa austan við Reykjanesbrautina.
Við þurfum ekki að skoða lengi landakort af Reykjavík til að sjá að borgarmörk Reykjavíkur teygja sig upp að Esju og langleiðina inn í Hvalfjörð og landfræðileg miðja Reykjavíkur liggur austan Reykjanesbrautarinnar.
Hver er þá niðurstaðan ??
Fullyrða má að Reykjavík hafi verið byggð á þröngu nesi með sjó á 3 vegu um aldamótin 1900 en Reykjavík í dag er allt önnur borg. Nánast helmingur borgarbúa býr austan við Reykjanesbrautina og stærsti hluti landsvæðis Reykjavíkur er einnig austan við Reykjanesbrautina.
Þetta er hættan við þá sem búa í póstnúmeri 101; þeirra Reykjavík er 1900 aldar og halda að allt eigi sér upptök og enda í póstnúmeri 101. Við í úthverfunum verðum mjög oft var við þessa þröngsýni þeirra og líðum fyrir það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Vafasamt að Hólmsheiði sé góður staður fyrir flugvöll
Ef Gísli Marteinn vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, þá er hann að hafna þeim tekjum sem Reykjavíkurborg hefur af flugvellinum því flugvöllur á Hólmsheiði er ekki góður staður fyrir flugvöll.
Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi sitt að mestu leyti í úthverfi Reykjavíkur, sem myndu vera í nálægð flugvallar á Hólmsheiði, er ég ekki viss um að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins væru því fylgjandi að hafa flugvöll á Hólmsheiði.
Ef kjósendur væru upplýstir og sæju alla kostina og ókostina við flugvöll á Hólmsheiði væru íbúar úthverfanna mjög á móti slíkri staðsetningu. Markvisst hefur verið forðast að ræða þetta ónæði sem hlytist af flugvelli á Hólmsheiði fyrir úthverfi Reykjavíkur. Aðflug að slíkum flugvelli yrði að mestu yfir íbúðabyggð og mjög ólíklegt að viðkomandi íbúar yrðu ánægðir með slíka flugumferð. Fórnarkostnaður yrði gríðarlegur fyrir íbúa í úthverfum Reykjavíkur og þar með meirihluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auk þess myndi skapast mikil hætta við tengivirki Landsnets á Geithálsi, sem yrði við enda flugbrautarinnar á Hólmsheiði. Slys, líkt því sem gerðist hjá British Airways í Bretlandi fyrir stuttu myndi myrkva allt Ísland í langan tíma.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Hanna Birna til hamingju!
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Dagur hundadagakonungur
Ég upplifði eitthvað nýtt í morgun, algjörlega nýtt. Ég þekki FM957 aðallega sem auglýsingastöð unga fólksins og hef ekki upplifað annað en auglýsingar og létta tónlist með gríni inn á milli. En nú í morgun heyrði ég í Degi B. Eggertssyni á FM957 þar sem hann var að úthúða nýja meirihlutanum í borginni og með dómsdagsspám yfir samstarfinu. Fékk hann að mása þarna í margar mínútur og urðu þess valdandi að ég missti af fréttunum á Rás1. Mætti halda að nú eigi að sá fræjum tortryggni hjá unga fólkinu gegn nýja meirihlutanum.
Fyrir mér er þetta nýja samstarf merki um að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að hlusta á sína kjósendur en flesta kjósendur sjálfstæðisflokksins er að finna í austurhluta Reykjavíkur og ekki síst í Grafarvogi. Minni ég á skoðunarkönnun, rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningarnar, sem sýndi að sjálfstæðismenn höfðu hvergi meiri stuðning en í Grafarvogi og að meirihluti Grafarvogsbúa myndi kjósa þá (með von um að þeirra hagsmunir yrðu hafðir að leiðarljósi). Sú staðreynd var ekki síst fyrir að þakka að góðu starfi í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi, sem höfðu þá gefið út stefnuskrá fyrir hverfið og dreift í hvert hús.
Ásta Þorleifsdóttir, nú væntanlegur samstarfsaðili í hinum nýja meirihluta, sagði þá að þau stefnumál sem sjálfstæðismenn í Grafarvogi hefðu á stefnuskrá sinni gæti hún skrifað undir og sýnir það hversu skoðanir þessa tveggja hópa eru líkir. Ég kvíði því alls ekki samstarfinu við Ólaf og hans fólki.
Þó Dagur hafi ekki verið við völd þegar hundadagarnir stóðu yfir, þá er tímalengdin mjög svipuð þeirri sem Jörundur sat og því er samlíkingin freistandi.
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Til hamingju Ólafur !!!!
Ljóst var að ekki fór mikið fyrir stefnumálum Ólafs F. Magnússonar í fyrrverandi meirihluta. Komst hann að því að innan raða fyrrverandi meirihluta voru margir á öndverðu meiði við hans skoðanir.
Það tók hann ekki langan tíma að komast að þessu og trúr sinni sannfæringu var hann tilbúinn til breytinga ef það mætti verða til þess að framganga hans stefnumála yrði meiri við aðra skipan borgarmála. Ég tek ofan hattinn og vona að hann nýti krafta Ástu Þorleifsdóttur sem mest, en hún er víðsýn og vel lesin.
Vonum nú að sjálfstæðismenn hafi nú lært sína lexíu; blautir á bakvið eyrun komust þeir til valda eftir mjög langa setu í stjórnarandstöðu og stigu völdin þeim þá aðeins til höfuðs og gleymdu þeir þeim sem kusu þá og hættu að hlusta. Vonum nú að þeir hafi nú áttað sig á að valdið er vandmeðfarið og hlusti á þá sem þeir eru fulltrúar fyrir (og þá er ég ekki að tala um þá fáu í póstnúmeri 101 sem kustu þá).
Nú reynslunni ríkari hefur mat sjálfstæðismanna á ýmsum stefnumálum Ólafs F. batnað og helsti ásteytingarsteinninn, flugvöllurinn má vera áfram í Vatnsmýrinni (því tekjur borgarinnar af flugvellinum vilja menn líklega ekki missa). Því er nú þannig varið að flugvöllur á Hólmsheiði er ekki góð lausn og skapar hættu í raforkukerfi landsmanna, veður þar eru válynd og aðflug verður yfir þéttri íbúðabyggð (hefur fórnarkostnaðurinn verið reiknaður út ?).